Forleikur Hestamenn hituðu upp í Árhólarétt í Skagafirði í gær.
Forleikur Hestamenn hituðu upp í Árhólarétt í Skagafirði í gær. — Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson

Réttað verður í Laufskálarétt í Skagafirði í dag, laugardag, og er búist við fjölmenni í réttirnar að venju. Gamanið hófst reyndar í gærkveldi, en sölusýning Hrossaræktarsambands Skagfirðinga var haldin í Reiðhöllinni Svaðastöðum sem heimamenn kalla hina einu sönnu Laufskálaréttarsýningu.

Bergur Gunnarsson, bóndi á Narfastöðum í Viðvíkursveit, er réttarstjóri í Laufskálarétt og segir hann í samtali við Morgunblaðið að heilmikið standi til eins og venjulega.

Á sjötta hundrað hross

„Í afréttinni eru tæplega fjögur hundruð hross og á milli hundrað og hundrað og fimmtíu folöld að auki, þannig að hjá okkur verða á sjötta hundrað hross í heildina. Hrossum er heldur að fjölga aftur, en þau eru þó færri en áður,“ segir Bergur og bætir við að hrossin verði þó aðeins fleiri nú en nokkur undanfarin

...