Ég væri mjög til í að vinna aftur með Polanski. Ég vann með honum í þrígang og það væri gaman að vinna með honum í fjórða sinn.
„Ég var mjög hljóðlát og feimin stelpa en fannst svo gaman að láta mömmu hlæja svo ég var alltaf að herma eftir fólki,“ segir Nastassja Kinski.
„Ég var mjög hljóðlát og feimin stelpa en fannst svo gaman að láta mömmu hlæja svo ég var alltaf að herma eftir fólki,“ segir Nastassja Kinski. — Morgunblaðið/Ásdís

Á hóteli við höfnina á blaðamaður stefnumót við kvikmyndastjörnuna Nastössju Kinski. Hún býður af sér góðan þokka, er fíngerð kona með mjúka og þægilega rödd og bros sem nær til augnanna. Hún hafði lent kvöldinu áður og hyggst dvelja hér í þrjá daga, en Nastassja er í ár heiðursgestur á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF.

„Það frábær tilfinning og mikill heiður að vera boðið hingað af RIFF. Mér finnst á einhvern hátt að mér hafi verið ætlað að vera hér og ég er þakklát,“ segir Nastassja.

„Mér finnst ég vera úr norðrinu en ég er reyndar alin upp á Ítalíu þannig að ég er líka úr suðrinu,“ segir hún og brosir.

Nastassja er afar ánægð að vera komin hingað í fyrsta sinn og dreymir um að sjá norðurljós sem hún hefur aldrei áður séð.

...