Nýlega datt ég inn í tvær kólumbískar sjónvarpsseríur á Netflix sem báðar skarta sama aðalleikaranum, Sebastián Martín­ez, sem er ansi góður leikari. Í The Marked Heart, frá 2022, leikur hann nokkuð ógeðfelldan mann sem á konu sem þarf nýtt hjarta
Skúrkur Sebastián er heitur leikari í Kólumbíu.
Skúrkur Sebastián er heitur leikari í Kólumbíu. — Ljósmynd/imdb

Ásdís Ásgeirsdóttir

Nýlega datt ég inn í tvær kólumbískar sjónvarpsseríur á Netflix sem báðar skarta sama aðalleikaranum, Sebastián Martín­ez, sem er ansi góður leikari. Í The Marked Heart, frá 2022, leikur hann nokkuð ógeðfelldan mann sem á konu sem þarf nýtt hjarta. Eftir árangurslausa leit og langa bið á biðlista grípur hann til þess ráðs að kaupa hjarta á svörtum markaði. Eiginkonan fær ekki að vita af ráðabrugginu en leitar logandi ljósi að hjartaþeganum sínum. Hún kynnist svo manni nokkrum, Simón, sem var nýbúinn að missa konuna sína sem hafði verið myrt.

Jú, þið giskuðuð rétt; kona Simóns var fórnarlamb morðingja sem skáru úr henni hjartað svo hin mætti lifa. Spilling, morð, framhjáhald, ástir; þátturinn jaðrar við að vera sápuópera.

Takið eftir vonda karlinum sem borðar appelsínu í hverju einasta atriði; það er að gera mig brjálaða!

Hin serían er glæný og nefnist

...