Vel fór á með Dolly Parton og Miley Cyrus á sviðinu á Grammy-hátíðinni 2019.
Vel fór á með Dolly Parton og Miley Cyrus á sviðinu á Grammy-hátíðinni 2019. — AFP/Kevin Winter

Blóðskyldar Dolly Parton lék frænku Miley Cyrus í þáttunum um Hönnuh Montana og er að auki guðmóðir hennar. Nú hefur komið í ljós eftir athugun ættfræðigáttarinnar Ancestry.com að söngkonurnar eru blóðskyldar. Sameiginlegur forfaðir þeirra hét John Brickey og fæddist í Virginíu árið 1740.

Parton var spurð um þetta í þættinum Access Hollywood. „Er þetta satt? Það væri frábært,“ sagði hún og bætti við að þetta kæmi sér ekki á óvart: „Mér hefur alltaf fundist eins og hún væri hluti af fjölskyldunni.“