„Já eða fleiri. Alþjóðasamstarf borga hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum í takt við aukið mikilvægi þeirra til að takast á við brýnustu úrlausnarefni samtímans,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fv
— Morgunblaðið/Eggert

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Já eða fleiri. Alþjóðasamstarf borga hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum í takt við aukið mikilvægi þeirra til að takast á við brýnustu úrlausnarefni samtímans,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fv. borgarstjóri, spurður hvort ferðir hans erlendis hefðu ekki getað verið færri.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni hefur hann farið 26 sinnum til útlanda í ýmsum opinberum erindagjörðum á yfirstandandi kjörtímabili og samanlagt dvalið erlendis í þrjá mánuði á tímabilinu.

Staddur í Harvard

Þegar Morgunblaðið hafði samband við Dag var hann staddur í Harvard í Bandaríkjunum á ráðstefnu á vegum Bloomberg Centre for Cities, og hélt þar m.a. fyrirlestur. Hann tók ekki símann en óskaði

...