— AFP/Olga Maltseva

Rússnesk ungmenni og táningar sjást nú óvíða við æfingar sem einna helst minna á hermennsku og undirbúning fyrir vopnuð átök. Krakkarnir eru hluti af vopnuðum æskulýðssveitum Rússlands þar sem þeir fá þjálfun í meðhöndlun skotvopna, stunda þrekæfingar og læra grunnskref í vígvallartækni. Eins er þessum krökkum gert að lofa hersveitir landsins og stjórnkerfi. Æskulýðsstarfið hefur að marki að auka þjóðerniskennd og ættjarðarást.

Krakkarnir sem hér sjást til hliðar, bæði drengir og stúlkur, halda á hinum goðsagnakennda AK-fjölskotariffli sem ­hannaður var á tímum Sovétríkjanna sálugu. Riffillinn er til í nokkrum útfærslum og hefur hann fylgt rússneska hernum í áratugi. Vopnið er bæði áreiðanlegt og nákvæmt. khj@mbl.is