Ég vil að jörðin verði fallegur staður fyrir börnin okkar.“
Francis Ford Coppola gekk með nýju myndina sína í maganum í 40 ár.
Francis Ford Coppola gekk með nýju myndina sína í maganum í 40 ár. — AFP/Lou Benoist

Það tók Francis Ford Coppola 40 ár að gera Megalopolis og mér líður eins og það muni taka mig 40 ár til viðbótar að átta mig á hvað myndin er.“ Þannig hefst umsögn Robbie Collin, kvikmyndarýnis dagblaðsins Telegraph, um nýjustu mynd Coppola, sem lætur ekki deigan síga þótt orðinn sé 85 ára gamall.

Collin gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm, en ekki eru allir svo örlátir á stjörnurnar og sumir rakka hana niður. Einn veltir fyrir sér hvort myndin verði í framtíðinni kölluð Megaflopolis.

Coppola er einn þekktasti leikstjóri okkar tíma. Nægir þar að nefna myndirnar um guðföðurinn og Apocalypse Now. Myndin fjallar um valdabaráttu í Nýju-Róm, sem er einhvers konar útgáfa af New York. Helsta söguhetjan er Cesar Catilina, leikinn af Adam Driver, arkitekt, sem getur stöðvað flæði tímans með því einu að hrópa

...