„Ambient“-næmi Ólafs og rafsprettir þeir sem Janus hlóð í með Bloodgroup fengu að setjast í Kiasmos-skapalónið.
Tveir Janus Rasmussen og Ólafur Arnalds skipa Kiasmos.
Tveir Janus Rasmussen og Ólafur Arnalds skipa Kiasmos.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Ég man svo vel eftir því hvað mér fannst ­Kiasmos-platan fyrsta hljóma vel. Mér leið eins og ég væri inni í nokkurs konar bassa-herbergi þar sem hver einasti tónn og tíðni smaug inn í merg og bein. Þægilegt. Ég – eins og fleiri – hef því haft augu (og eyru) með einhverri virkni í Kiasmos-heimum og nú sit ég og rita um nákvæmlega þá virkni. Ný plata er komin út! Förum aðeins í aðdraganda herlegheitanna og stingum okkur svo á bólakaf í greiningarlaugina.

Nýja platan kemur út hjá bresku útgáfunni Erased Tapes og hafa þeir Kiasmos-félagar, Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen, verið á linnulausu tónleikaferðalagi síðan Kiasmos II kom út í sumar. Og ekki að undra, nafn Kiasmos er þokkalegasta stærð á erlendri grundu, ekki bara vegna veru Ólafs í dúettinum heldur flaug frumburðurinn

...