Nú stendur fyrir dyrum ein mesta ferðahelgi ársins í Skagafirði, þegar hestar og menn koma hundruðum saman til þátttöku í stóðréttinni í Laufskálum í Hjaltadal. Rætt er við réttarstjórann, Berg Gunnarsson á Narfastöðum, framar í blaðinu
Sauðárkrókur Kirkjugarðurinn hefur tekið miklum stakkskiptum með nýjum hliðum og girðingu.
Sauðárkrókur Kirkjugarðurinn hefur tekið miklum stakkskiptum með nýjum hliðum og girðingu. — Morgunblaðið/Björn Björnsson

Úr bæjarlífinu

Björn Björnsson

Sauðárkróki

Nú stendur fyrir dyrum ein mesta ferðahelgi ársins í Skagafirði, þegar hestar og menn koma hundruðum saman til þátttöku í stóðréttinni í Laufskálum í Hjaltadal. Rætt er við réttarstjórann, Berg Gunnarsson á Narfastöðum, framar í blaðinu.

Í tengslum við Laufskálaréttarhelgina eru fjölmargar samkomur víða í firðinum og má þar nefna Varmahlíð, Hofsós og svo aðaldansleik helgarinnar sem haldinn verður í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í kvöld, og koma þar fram ýmsir landsfrægir skemmtikraftar. Löngu er allt gistipláss upppantað í firðinum. Það má því gera ráð fyrir líflegri helgi fram undan í Skagafirði.

Sauðfjárslátrun stendur nú sem hæst hjá sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga

...