— Ljósmynd/Colourbox

Draugagangur var til umræðu í Ísland vaknar fyrir helgi en ljóst er að margir Íslendingar telja sig hafa upplifað draugagang. Þau Kristín, Þór og Bolli heyrðu í hlustendum í þættinum sem margir höfðu sögur að segja um andlegar upplifanir sínar. Einn hlustandi sagði frá fremur óþægilegri upplifun af ónefndum stað á Suðurlandi. „Ég vakna um miðja nótt af því að ég get ekki hreyft mig. Ég er tveir metrar á hæð og á þessum tíma var ég 120 kíló,“ sagði hlustandinn sem lýsti því svo hvernig hurðin byrjaði að hristast í framhaldi. Nánar um málið á K100.is.