Það var einkennileg tilfinning að koma frá einu fámennasta landi jarðar til Indlands, sem nú er fjölmennasta ríki heims með nær 1,5 milljarða íbúa. Þar sat ég 22.-26. september í Nýju Delí ráðstefnu Mont Pelerin-samtakanna, sem Friedrich von Hayek…

Það var einkennileg tilfinning að koma frá einu fámennasta landi jarðar til Indlands, sem nú er fjölmennasta ríki heims með nær 1,5 milljarða íbúa. Þar sat ég 22.-26. september í Nýju Delí ráðstefnu Mont Pelerin-samtakanna, sem Friedrich von Hayek stofnaði árið 1947 sem alþjóðlegt málfundafélag frjálslyndra fræðimanna.

Indland hlaut sjálfstæði sama ár og samtökin voru stofnuð. Næstu 42 árin réð þar ein fjölskylda mestu, Jawaharlal Nehru, forsætisráðherra 1947-1964, dóttir hans, Indira Gandhi, forsætisráðherra 1966-1977 og 1980-1984, og sonur hennar, Rajiv Gandhi, forsætisráðherra 1984-1989. Þessi valdafjölskylda hafði hlotið menntun hjá breskum sósíalistum og reyndi að koma á sósíalisma á Indlandi. Afleiðingin varð stöðnun og fátækt. Haft var á orði, að „the British Raj“ hefði breyst í „the Licence Raj“, breskt vald í leyfisveitingavald. En árið

...