Slæleg hagstjórn getur verið mjög íþyngjandi og dregið verulega úr hagvexti eins og dæmin sýna.

Jóhann Rúnar Björgvinsson

Margar spurningar hafa leitað á hugann varðandi hagstjórn síðustu misserin. Getur verið að stórir hópar samfélagsins hafi það verr nú en fyrir covid þrátt fyrir nokkurn hagvöxt? Að hinn snarpi vöxtur [1] í ferðaþjónustu hafi haft bæði nei- og jákvæð áhrif á hag samfélagsins, jafnvel ruðningsáhrif í samneyslu- og húsnæðisþjónustu og á suma neyslu vegna dýrtíðar? Að erfiðara sé að nálgast (gæða) leik-, skóla- og heilbrigðisþjónustu en áður, svo ekki sé talað um húsnæði?

Ljóst er þó að til að mæta hinum snarpa vexti í ferðaþjónustu hefur þurft auk meiri atvinnuþátttöku mikið innflutt vinnuafl sem hefur verið uppistaðan í þeim hagvexti sem hér hefur verið síðustu tvö árin [2] ásamt hinu sérhæfða vinnuafli í samneyslu sem þurft hefur að hlaupa hraðar. Þessi mikla stækkun hagkerfisins vegna viðbótarvinnuafls og snarprar

...