Nikos Mertzanidis, framkvæmdastjóri áfangastaða og skattamála hjá Cruise Line International Assocation (CLIA), var á Íslandi á dögunum til að ræða við ráðamenn um áformuð innviðagjöld á stærri skemmtiferðaskip, samhliða niðurfellingu virðisauka- og tollaívilnana á þau minni, um næstu áramót
<b>Ferðaþjónustan </b>Nikos segir varasamt að setja innviðgjöld á skemmtiferðaskip með litlum fyrirvara
Ferðaþjónustan Nikos segir varasamt að setja innviðgjöld á skemmtiferðaskip með litlum fyrirvara — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Nikos Mertzanidis, framkvæmdastjóri áfangastaða og skattamála hjá Cruise Line International Assocation (CLIA), var á Íslandi á dögunum til að ræða við ráðamenn um áformuð innviðagjöld á stærri skemmtiferðaskip, samhliða niðurfellingu virðisauka- og tollaívilnana á þau minni, um næstu áramót. Stjórnvöld hafa ekki staðfest breytingarnar.

Hann segir að tollaívilnanir sem stjórnvöld settu á vörur og önnur aðföng sem þarf að flytja til landsins fyrir minni skemmtiferðaskipin hafi verið í þeim tilgangi að skapa hvata fyrir siglingar til smærri sveitarfélaga.

„Íslensk stjórnvöld ákváðu á sínum tíma að sá varningur sem útgerðir fluttu inn fyrir minni skipin skyldi vera tollfrjáls til þess að efla ferðaþjónustuna í

...