Hermann Hreiðarsson er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu eftir að hafa stýrt liðinu upp í Bestu deildina í ár. Knattspyrnudeild ÍBV skýrði frá því í gær að eindreginn vilji hefði verið fyrir því að Hermann héldi áfram með…
ÍBV Hermann Hreiðarsson tók við Eyjaliðinu í árslok 2021.
ÍBV Hermann Hreiðarsson tók við Eyjaliðinu í árslok 2021. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Hermann Hreiðarsson er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu eftir að hafa stýrt liðinu upp í Bestu deildina í ár. Knattspyrnudeild ÍBV skýrði frá því í gær að eindreginn vilji hefði verið fyrir því að Hermann héldi áfram með liðið, sem hann hefur þjálfað undanfarin þrjú ár, en vegna breytinga á búsetu hans og fjölskyldunnar hefði það ekki gengið upp. Hermann er fluttur á höfuðborgarsvæðið og viðbúið er að hann taki við öðru liði þar.