Opið bréf til fjármálaráðherra.
Salvör Sigríður Jónsdóttir
Salvör Sigríður Jónsdóttir

Salvör Sigríður Jónsdóttir

Nei, það er ekki gott að kjósa bara Framsókn.

Núna er ég ein af þeim sem eru að bíða eftir að geta keypt sér sína fyrstu fasteign eftir að hafa flakkað á milli á leigumarkaðinum og hoppað inn til foreldra mína nokkuð reglulega. Undanfarin ár hef ég búið heima hjá foreldrunum því mig langaði að fara að mennta mig, en í rauninni hefur mitt líf snúist um að vinna vaktavinnu meira og minna frá því ég var 18 ára gömul. Ég fór í skóla til þess mennta mig, þó svo að ég sjálf væri að skríða inn á fimmtugsaldurinn og í dag er ég að fara að sigra þann tug eftir u.þ.b. eitt og hálft ár. Ég er heima hjá foreldrum mínum því mig langaði ekki að skulda margar milljónir í námslán eftir skólann. Sem hvort eð er þarf að borga til baka.

Ástæða þess að ég skrifa þér opið bréf,

...