Þótt ekki sé til einhlítur mælikvarði á frelsi þá er ljóst að hart er sótt að frelsi og frjálslyndi víða um heim.
Konur klæddar búrkum á gangi með stúlkubarn í Badaksjan í Afganistan.
Konur klæddar búrkum á gangi með stúlkubarn í Badaksjan í Afganistan. — AFP/Omer Abrar

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Þórdís Kolbrún R.

Gylfadóttir

thordiskolbrun@althingi.is

Engum finnst gaman að láta sussa á sig. Að segja annarri manneskju að þegja er högg og vekur hjá okkur flestum ólgandi þörf til að verja sjálfsvirðinguna og svara fyrir okkur. Sérstaklega þegar aðstöðumunurinn er verulegur.

Í Afganistan eru stelpur teknar úr skólum þegar þær byrja kynþroska. Þar hafa reglurnar um það hvenær þær eru skikkaðar til þess að hylja sig nánast frá toppi til táar þegar þær fara út meðal fólks þróast þannig á undanförnum árum að þær ná til stúlkna niður í fimm til sex ára aldurs. Frá því nú í ágúst má hlátur lítilla stúlkna, samtal unglingsstelpna eða samtöl kvenna ekki

...