Ameríski gítarleikarinn Mike Stern hlaut í fyrrakvöld Gullnöglina 2024, en hún var afhent á árlegri gítarhátíð Björns Thoroddsen sem lauk í Hafnarfirði í gærkvöldi. „Nöglin er þakklætisvottur og viðurkenning fyrir þau áhrif sem handhafi…
Gleðistund Björn Thoroddsen, Leni Stern, Mike Stern og Örn Almarsson.
Gleðistund Björn Thoroddsen, Leni Stern, Mike Stern og Örn Almarsson. — Ljósmynd/Ásta Magg

Ameríski gítarleikarinn Mike Stern hlaut í fyrrakvöld Gullnöglina 2024, en hún var afhent á árlegri gítarhátíð Björns Thoroddsen sem lauk í Hafnarfirði í gærkvöldi. „Nöglin er þakklætisvottur og viðurkenning fyrir þau áhrif sem handhafi Gullnaglarinnar hefur haft á gítartónlist og þá hvatningu sem hann hefur haft á aðra tónlistarmenn og tónlistarunnendur,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Stern hafi haft „áhrif á íslenska gítarleikara alveg síðan hann spilaði með Blood, Sweat & Tears, en það var hans fyrsta alvöru gigg og eftir það byrjuðu helstu djassstjörnur Ameríku að taka eftir þessum hæfileikaríka strák frá Washington DC sem var í þann mund að sameina rokkspilamennsku Hendrix yfir í djasshugmyndasmiðju Miles Davis.“ Meðal þeirra sem hlotið hafa Gullnöglina í gegnum tíðina eru Jón Páll Bjarnason og Halldór Bragason.