— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hvar verða tónleikarnir?

Kælan mikla er í fyrsta skipti að fara að spila á tónlistarhátíðinni Eyrarrokki á Akureyri dagana 4.-5. október. Þar verða níu aðrar hljómsveitir og nóg af gömlu og nýju íslensku pönki.

Hvernig hljómsveit er Kælan mikla?

Við byrjuðum sem pönksveit en höfum þróast í alls konar áttir. En það er alltaf einhver pönkkjarni. Við getum átt heima þar þótt við snertum á öðrum senum.

Hvernig byrjaði þetta?

Ferðalagið hófst sem atriði sem við gerðum fyrir „Ljóðaslamm“ Borgarbókasafnsins. Þá vorum við 18 ára, vorum saman í menntaskóla og höfðum mikinn áhuga á ljóðum og tónlist. Þegar við unnum þá keppni prófuðum við okkur áfram. Í fyrstu

...