Dansverk Lovísu Óskar Gunnarsdóttur, When the Bleeding Stops, fær fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Guardian. Verkið var sýnt í The Place í London. Í pistlinum segir gagnrýnandinn, Lyndsey Winship, að Lovísa Ósk segi sögu sína af hlýju, söguna af…

Dansverk Lovísu Óskar Gunnarsdóttur, When the Bleeding Stops, fær fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Guardian. Verkið var sýnt í The Place í London. Í pistlinum segir gagnrýnandinn, Lyndsey Winship, að Lovísa Ósk segi sögu sína af hlýju, söguna af endurnýjun sinni eftir að hafa liðið eins og persónulegu lífi sínu og ferli væri lokið. Verkið fjallar um breytingaskeiðið og segir Winship ljóst, af fjölda miðaldra kvenna í salnum og miklum fagnaðarlátum þeirra, að verkið sé afar þarft.