Ritari hitti sl. vetur tvo Svía sem voru í sögulegu áfalli vegna þess að stýrivextir í Svíþjóð voru í sögulegu hámarki, 4,0%.
Bergur Hauksson
Bergur Hauksson

Bergur Hauksson

Fjármálaráðherra Íslands var nýlega í viðtali í sjónvarpi. Í þessu viðtali kom hann fram með athyglisverða kenningu um Íslendinga og DNA og þol þeirra fyrir verðbólgu. Einhverjir hafa skammast út í ráðherrann fyrir þessa DNA-kenningu. Það gæti hins vegar verið að hann, eða DNA hans, eigi kollgátuna. Fleiri hafa tekið til máls um DNA. Richard Dawkins er frægur fyrir ummæli sín um alheiminn og DNA, sem voru voru eitthvað á þá leið að alheimurinn væri nákvæmlega eins og við ættum að vænta að hann væri, ekkert gott eða vont væri til og mannveran dansaði einungis eftir tónlist DNA. Samkvæmt framangreindu virðist danstónlist Íslendinga vera einhvers konar verðbólgutónlist, sem er þá hvorki verri né betri en önnur tónlist, einungis í takt við alheiminn og DNA.

Nú veit ritari lítið um DNA, en skilst að það sé forritað með einhverjum

...