Ljósmyndarinn Agnieszka Sosnowska og ljóðskáldið Ingunn Snædal opnuðu saman sýninguna Rask í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um liðna helgi. Þær hafa, að því er segir í tilkynningu, búið til myndræna frásögn þar sem þær spyrja: Hvað gerðist hér? „Í …
Ein ljósmynda Agnieszku.
Ein ljósmynda Agnieszku.

Ljósmyndarinn Agnieszka Sosnowska og ljóðskáldið Ingunn Snædal opnuðu saman sýninguna Rask í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um liðna helgi. Þær hafa, að því er segir í tilkynningu, búið til myndræna frásögn þar sem þær spyrja: Hvað gerðist hér? „Í þessari myndrænu frásögn um landrof, hvernig land brotnar niður á Austurlandi af völdum vinds, ofbeitar, sífrera og ferðaþjónustu, varpa þær fram spurningunni: Hvernig stjórnar maður hinu óviðráðanlega?“

Samnefnd sýning var áður sett upp í Sláturhúsinu á Egilsstöðum sem hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024.