Ólíkt höfðust þau að, liðin í sjöunda og áttunda sæti Bestu deildar karla í fótbolta á sunnudaginn. Þessi tvö lið, Fram og KA, hafa að minnstu að keppa á lokaspretti Íslandsmótsins. Þau komast ekki ofar og varla neðar

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Ólíkt höfðust þau að, liðin í sjöunda og áttunda sæti Bestu deildar karla í fótbolta á sunnudaginn.

Þessi tvö lið, Fram og KA, hafa að minnstu að keppa á lokaspretti Íslandsmótsins. Þau komast ekki ofar og varla neðar.

KA-menn létu það ekki á sig fá og unnu útisigur á Fylki en Framarar virtust þegar vera komnir í vetrarfrí og fengu háðulega útreið gegn KR, 7:1.

Fyrir vikið fara af stað umræður og vangaveltur um keppnisfyrirkomulagið og meint tilgangsleysi í lokaleikjum tímabilsins.

En þetta er ekkert nýtt. Hversu oft gerðist það eftir gamla fyrirkomulaginu að lið um miðja deild höfðu að litlu að keppa í síðustu umferðunum? Nokkuð oft.

...