Hilmar Guðjónsson fæddist 1. október 1984. „Ég veit ekki hvort það hafi verið aðskilnaðarkvíði eða hvað en ég vildi alls ekki fara frá mömmu í fæðingunni og kom því heiminn með keisaraskurði. Kannski var það sami aðskilnaðarkvíðinn sem gerði…
Fjölskyldan Hilmar, Kolbrún Vaka og börn í Þórsmörk.
Fjölskyldan Hilmar, Kolbrún Vaka og börn í Þórsmörk.

Hilmar Guðjónsson fæddist 1. október 1984. „Ég veit ekki hvort það hafi verið aðskilnaðarkvíði eða hvað en ég vildi alls ekki fara frá mömmu í fæðingunni og kom því heiminn með keisaraskurði. Kannski var það sami aðskilnaðarkvíðinn sem gerði mig viðþolslausan á leikskólanum þar sem mamma vann, á annarri deild, og þurfti hvað eftir annað að fara frá öllum hinum börnunum til þess að sinna mér.

En blessunarlega óx ég upp úr þessari hegðun.“

Hilmar ólst upp á Seltjarnarnesi. „Ég tel mig hafa átt mjög góða æsku, hafa fengið frábært uppeldi frá frábærum foreldrum, verið með góða kennara í skólunum og góða þjálfara í fótboltanum. Átt góða vini og yndislega afa og ömmur.

Ég var mjög ungur þegar ég fékk áhuga á fótbolta, pabbi spilaði með meistaraflokki KR og hann og mamma

...