Dómstólaleiðin þýddi að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Uppgjöf fyrir fram gerir hins vegar þann möguleika að engu.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er miklu stærra en bæði Icesave-málið og þriðji orkupakki Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu, sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.

Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um bókun 35 varðar hins vegar allt regluverk frá Evrópusambandinu sem hefur verið og mun verða tekið upp hér á landi í gegnum EES-samninginn og gerir hana í reynd æðri innlendri lagasetningu. Þar á meðal allt regluverk sem hefur verið og verður tekið upp varðandi innistæðutryggingar og

...