Bragð er að þá barnið finnur

Enn eru einhverjir áhugamenn um stjórnmál sem hafa sannfært sjálfa sig, en fáa aðra, um að ramma um skapandi og heillega pólitíska tilveru verði ekki komið á nema undir hatti Evrópusambandsins og alls gumsins sem því fylgir. En úr mörgum ólíkum áttum birtast nú þau sjónarmið að upptaka evru sé ekki forsenda eins né neins og sérstaklega ekki þess að tryggja ríkjum bærilegt samstarf sín á milli.

Mario Draghi hefur lengi verið í fremstu röð pólitískra páfa, eða í það minnsta kardínála, Evrópusambandsins og hefur notið mikils trúnaðar um ESB þvert og endilangt. Þannig var hann aðalseðlabankastjóri þess lengi, og svo var hann kallaður heim til Rómar þegar stjórnmálaleg ófærð og erfiðleikar gerðu flokkum þar erfitt fyrir að stýra innanlandsstjórn. Var það ekki fyrsta eða seinasta tilvikið þar sem ríkisþingið gat ekki komið sér saman um það, hvernig væri haganlegast að gera stjórnmálaflokkana færa um

...