Neytendamál hafa verið í forgangi í menningar- og viðskiptaráðuneytinu á kjörtímabilinu. Þannig hefur viðskiptabönkunum til að mynda verið veitt aðhald með úttekt á gjaldtöku þeirra og arðsemi, stutt hefur verið við verðlagseftirlit á…
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Neytendamál hafa verið í forgangi í menningar- og viðskiptaráðuneytinu á kjörtímabilinu. Þannig hefur viðskiptabönkunum til að mynda verið veitt aðhald með úttekt á gjaldtöku þeirra og arðsemi, stutt hefur verið við verðlagseftirlit á dagvörumarkaði, niðurstaða úttektar á tryggingamarkaðnum er væntanleg fyrir áramót og nýverið mælti ég fyrir heildstæðri stefnu í neytendamálum til ársins 2030. Ein aðgerðanna í þeirri stefnu snýr að neytendavernd viðkvæmra hópa, en ákveðnir hópar neytenda í tilteknum aðstæðum geta verið viðkvæmir fyrir markaðssetningu og auglýsingum og þurfa því sérstaka vernd, svo sem börn, eldri borgarar og fatlað fólk.

Við höfum m.a. litið til samanburðarríkja í þessum efnum þar sem ýmislegt hefur verið til skoðunar, eins og t.d. endurskoðun á stöðlum fyrir barnavörur, fjármálaráðgjöf til neytenda sem standa höllum fæti fjárhagslega og aukið gagnsæi og ráðgjöf til að nálgast upplýsingar.

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir