Netflix His Three Daughters ★★★★· Leikstjóri og handritshöfundur: Azazel Jacobs. Aðalleikarar: Carrie Coon, Natasha Lyonne, Elizabeth Olsen, Rudy Galvan, Jovan Adepo og Jay O. Sanders. Bandaríkin, 2023. 101 mín.
Sannfærandi Leikkonurnar Carrie Coon, Natasha Lyonne og Elizabeth Olsen en rýnir segir leik þeirra þriggja vera bæði áhrifamikinn og næman.
Sannfærandi Leikkonurnar Carrie Coon, Natasha Lyonne og Elizabeth Olsen en rýnir segir leik þeirra þriggja vera bæði áhrifamikinn og næman.

kvikmyndir

Helgi Snær Sigurðsson

Kvikmyndin His Three Daughters var frumsýnd í september í fyrra á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto og var fyrr á þessu ári sýnd í Bandaríkjunum, áður en hún fór á Netflix. Í henni er fjallað um þrjár systur og sögusvið myndarinnar nær eingöngu íbúð einnar þeirra í New York. Persónan sem tengir saman þessar þrjár konur, dauðvona faðir þeirra Vincent (Jay O. Sanders), sést ekki fyrr en í blálokin og staldrar þá stutt við.

Vincent býr í leiguíbúð með einni dætra sinna, Rachel (Natasha Lyonne), sem sinnir honum daglega með hjúkrunarkonu sér til aðstoðar. Rachel hefur tekjur af veðmálum á netinu og virðist aðeins fara úr húsi til að reykja gras. Hinar dæturnar tvær, þær Katie (Carrie Coon) og Christina (Elizabeth Olsen), eru alsystur, Rachel

...