„Það hefur verið ofveiði ýmissa stofna undanfarin ár og það hefur verið veitt umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES),“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar
Makríll Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til næstum fjórðungi minni veiði á makríl á næsta ári vegna lélegrar nýliðunar stofnsins síðustu ár.
Makríll Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til næstum fjórðungi minni veiði á makríl á næsta ári vegna lélegrar nýliðunar stofnsins síðustu ár. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Það hefur verið ofveiði ýmissa stofna undanfarin ár og það hefur verið veitt umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES),“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. „Það hefur haft þær afleiðingar að árgangarnir hafa verið verri, m.a. í makrílnum og við sjáum þann stofn vera á niðurleið núna og nýliðun inn í stofninn hefur verið lítil síðustu ár.“

ICES birti í gær ráðlögð viðmið

...