Þessir vopnuðu menn tilheyra vígasveitum talibana í Khost-héraði sem finna má í austurhluta Afganistans. Íbúar þar eru um 640 þúsund talsins og þurfa þeir að lifa við afar strangar reglur og siði. Þeir sem það brjóta þurfa að svara til…
— AFP

Þessir vopnuðu menn tilheyra vígasveitum talibana í Khost-héraði sem finna má í austurhluta Afganistans. Íbúar þar eru um 640 þúsund talsins og þurfa þeir að lifa við afar strangar reglur og siði. Þeir sem það brjóta þurfa að svara til talibanastjórnarinnar, en hún hefur frá því í ágúst 2021 farið með öll völd.

Talibanar leggja nú mikla áherslu á að almenningur fari eftir hinum ströngu sjaría-lögum og hafa einkum konur fengið að finna fyrir kúgun vegna þeirra. Í byrjun þessa árs bárust m.a. fregnir af því þegar fjöldahandtökur fóru fram í Kabúl þegar konur sáust þar utandyra án þess að bera höfuðslæðu sína samkvæmt ströngustu kröfum. Er nú svo komið að konum og stúlkubörnum er haldið niðri með boðum og bönnum ýmiskonar. khj@mbl.is