Fregnir bárust í gær af ísraelskum sérsveitarmönnum er komnir væru yfir landamæri Ísraels og Líbanon og inn í Suður-Líbanon þar sem þeir réðust, að sögn heimildarmanns breska blaðsins Telegraph, á vandlega valin skotmörk í því augnamiði að veikja…

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Fregnir bárust í gær af ísraelskum sérsveitarmönnum er komnir væru yfir landamæri Ísraels og Líbanon og inn í Suður-Líbanon þar sem þeir réðust, að sögn heimildarmanns breska blaðsins Telegraph, á vandlega valin skotmörk í því augnamiði að veikja innviði Hisbollah-samtakanna í kjölfar óvæntra leifturárása á þau síðustu vikur.

Eru vígamenn Hisbollah nú sem höfuðlaus her eftir víg æðsta leiðtoga samtakanna, Hassans Nasrallahs, á föstudaginn sem kom eins og reiðarslag eftir þaulskipulagða árás sem enginn sá fyrir vikuna áður – þegar fjöldi fjarskiptatækja Hisbollah-liða sprakk í höndum þeirra tvo daga í röð með þeim afleiðingum að 37 létu lífið og um 3.000 hlutu benjar misalvarlegar.

Kvað samtökin

...