Skorar Antoine Griezmann í leik gegn Íslandi í undankeppni EM.
Skorar Antoine Griezmann í leik gegn Íslandi í undankeppni EM. — AFP

Antoine Griezmann tilkynnti í gær að hann væri hættur að leika með franska landsliðinu í knattspyrnu. Þar var hann lengi í lykilhlutverki, var m.a. besti og markahæsti leikmaður EM 2016 og heimsmeistari með Frökkum 2018. Hann er 33 ára og er þriðji leikjahæstur í landsliðinu frá upphafi með 137 leiki og sá fjórði markahæsti með 44 mörk. Griezmann hefur leikið allan sinn feril á Spáni, lengst með Atlético Madrid þar sem hann spilar í dag.