Tryggvi Garðar Jónsson gæti snúið aftur á handboltavöllinn þegar lið hans Fram mætir Aftureldingu á útivelli í úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöld en skyttan stæðilega sleit hásin í febrúar. Samkvæmt handbolta.is hefur hann æft undanfarnar vikur.

Brynjar Kristjánsson og Unnar Bragason eru Íslandsmeistarar í tvímenningi í snóker en mótið fór fram á Billiardbarnum í Reykjavík. Í úrslitaleik mættu Brynjar og Unnar Ásgeiri Jóni Guðbjartssyni og Jóni Inga Ægissyni í æsispennandi úrslitaleik sem endaði með 4:3-sigri Brynjars og Unnars.

Fyrirliði þýska kvennalandsliðsins í fótbolta, Alexandra Popp, hættir að spila með landsliðinu í lok október. Síðasti leikur hennar verður vináttuleikur gegn Áströlum. Popp hefur leikið 144 landsleiki og skorað í þeim 67 mörk.

...