Stjarnan fór upp í 38 stig með sigri á ÍA, 3:0, í annarri umferð efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á heimavelli sínum í Garðabæ í gærkvöldi. Stjörnumenn eru nú aðeins einu stigi á eftir Val, sem er í þriðja sætinu sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili
Faðmlag Emil Atlason fagnar marki sínu í sigrinum á ÍA með Guðmundi Baldvin Nökkvasyni á Stjörnuvellinum í Garðabænum í gærkvöldi.
Faðmlag Emil Atlason fagnar marki sínu í sigrinum á ÍA með Guðmundi Baldvin Nökkvasyni á Stjörnuvellinum í Garðabænum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert

Besta deildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Stjarnan fór upp í 38 stig með sigri á ÍA, 3:0, í annarri umferð efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á heimavelli sínum í Garðabæ í gærkvöldi. Stjörnumenn eru nú aðeins einu stigi á eftir Val, sem er í þriðja sætinu sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili. Ljóst er að það er spennandi Evrópubarátta fram undan í næstu þremur umferðunum.

Emil Atlason skoraði eina mark fyrri hálfleiks er hann kom Stjörnunni yfir á 18. mínútu. Annað markið reyndist sjálfsmark hjá Johannesi Vall eftir að Hilmar Árni Halldórsson skaut í báðar stangirnar og þaðan fór boltinn í þann sænska og inn.

Jón Hrafn Barkarson sá svo um að gera síðasta markið í blálokin. Hann hefur

...