Atvinnulíf og lífskjör eru aldrei ofarlega á blaði. Millifærslur og hærri skattar eru sameiginlegt áhugamál allra vinstrimanna í öllum flokkum.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Það er greinilegt að stjórnmálaflokkarnir eru farnir að huga að kosningum, sem verða í síðasta lagi haustið 2025. Þingveturinn sem er nýhafinn mun bera þessa þegar merki. Enginn sem fylgist sæmilega með íslenskum stjórnmálum þarf á flóknum útskýringum stjórnmálafræðiprófessora eða skoðunum álitsgjafa að halda til að átta sig á því að þeir flokkar sem standa að ríkisstjórninni spanna hið pólitíska litróf. Allir hafa þeir, hver með sínum hætti, þurft að gera málamiðlanir sem hafa reynt á þanþol stjórnarþingmanna og ráðherra. Og eftir því sem nær dregur kosningum verður langlundargeðið minna gagnvart andstæðum sjónarmiðum.

Stjórnarandstaðan hefur verið að brýna kutana. Þar er ekkert nýtt. Gömul handrit hafa verið uppfærð og innihaldslaus slagorð sett í nýjan búning. Vinstriflokkarnir eru í kapphlaupi hver við annan í skatta-

...