Þrettán starfsmönnum ÁTVR var sagt upp um mánaðamótin en þar af var fjórum boðið annað starf. Um er að ræða sjö starfsmenn á skrifstofu og sex í verslunum. Þetta staðfestir Sigrún Ósk ‌Sigurðardótt‌‌ir‌ aðstoðarforstjóri ÁTVR. Eru uppsagnirnar liður í tilmælum stjórnvalda um aukna hagræðingu í rekstri ríkisins og stofnana.

Tvær vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu fara undir stjórn stærri vínbúða og verður staða verslunarstjóra í þeim lögð niður. Þá hafa stöður aðstoðarverslunarstjóra í fjórum vínbúðum verið lagðar niður.