Á mánudag var til moldar borinn Benedikt Sveinsson, sem beitti sér ötullega og af heilindum hvar sem hann kom. Blessuð sé minning hans. Séra Hjálmar Jónsson rifjaði upp af því tilefni ljóð sem hann orti í tilefni af sextugsafmæli Benedikts, en þar voru m.a

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Á mánudag var til moldar borinn Benedikt Sveinsson, sem beitti sér ötullega og af heilindum hvar sem hann kom. Blessuð sé minning hans. Séra Hjálmar Jónsson rifjaði upp af því tilefni ljóð sem hann orti í tilefni af sextugsafmæli Benedikts, en þar voru m.a. þessi erindi:

Ættaður bæði úr bæ og sveit,

af blessun er fullvel nærður

og svo er hann eins og veislan veit

vandlega ættbókarfærður.

Allvel Drottinn í hann bar

af erfðagenum fræknum

kosti úr ættum Engeyjar

og upp úr Víkingslæknum.

Ekki þarf ég þráð að

...