Óskar Bergsson

Guðmundur Hilmarsson

„Að sjálfsögðu finnum við til ábyrgðar um okkar ráðgjöf í svo viðamiklu máli,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps og verkefnisstjóri um náttúrufarsrannsóknir fyrir hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni. Hann var spurður að því hvort óhætt væri að gera varaflugvöll fyrir Keflavík og miðstöð innanlandsflugs í jaðri eldsumbrota og hraunrennslis á Reykjanesskaga. Skýrsla stýrihópsins var kynnt fjölmiðlum í gær.

„Miðað við þau gögn og niðurstöðu sem við höfum þá er ekkert sem segir að ekki sé skynsamlegt að halda áfram að skoða þetta svæði og það væri rangt að útiloka það. Það hefur verið rætt að veðurskilyrði þarna séu erfið, en þær mælingar sem nú liggja fyrir segja að svo sé ekki. Vissulega fóru þessi eldsumbrot af stað eftir að

...