Sl. sunnudagskvöld var sýnd á RÚV kvikmynd sem tekin var upp í auðu leikhúsi á sautján dögum árið 2021, þegar heimsfaraldur geisaði. Þetta er uppfærsla Breska þjóðleikhússins á leikriti Williams Shakespeares, um elskendurna ungu, Rómeó og Júlíu
Ástin Jessie Buckley og Josh O'Connor.
Ástin Jessie Buckley og Josh O'Connor. — Ljósmynd/Stilla úr kvikmynd

Kristín Heiða Kristinsdóttir

Sl. sunnudagskvöld var sýnd á RÚV kvikmynd sem tekin var upp í auðu leikhúsi á sautján dögum árið 2021, þegar heimsfaraldur geisaði. Þetta er uppfærsla Breska þjóðleikhússins á leikriti Williams Shakespeares, um elskendurna ungu, Rómeó og Júlíu. Þetta er nútímaleg uppfærsla þar sem verkið er fært til samtímans og fyrir vikið eru búningar og umhverfi eins og við þekkjum nú. Í mörgum hlutverkanna eru þekktir úrvalsleikarar sem við erum vön að sjá í kvikmyndum, Jessie Buckley leikur Júlíu og Josh O'Connor leikur Rómeó. Þau standa sig mjög vel og framsögn hins forna texta í bundnu máli er sérlega lipur. Snilldarleikstjórn Simons Godwins gerir myndina að miklu augnkonfekti, hann beitir linsunni á áhugaverðan hátt með óvæntum sjónarhornum og áhrifamiklum nærmyndum. Munúðarfullar ástarsenur elskendanna ungu eru hreint dásamlegar. Hér

...