Ég þori jafnframt að fullyrða að hvergi á Íslandi er jafn mikil reynsla og þekking á fræðsluþörfum eins og í Akademias-hópnum, en sú þekking er viðskiptavinum okkar ómetanleg.
Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias mælir með því að fyrirtæki bjóði upp á öfluga vinnustaðafræðslu til að laða fram það allra besta í starfsfólki.
Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias mælir með því að fyrirtæki bjóði upp á öfluga vinnustaðafræðslu til að laða fram það allra besta í starfsfólki. — Ljósmynd/Aðsend

Vinnustaðaskóli Akademias er langvinsælasta þjónustan okkar og í dag eru hátt í 100 fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sem byggja fræðslustarf sitt í kringum hann. Mörg hundruð vinnustaðir í viðbót kaupa stök námskeið, greiningar og framleiðslu af okkur,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias.

Vinnustaðaskólinn er heildstæð áskriftarþjónusta á sviði fræðslumála sem veitir vinnustöðum af öllum stærðum og gerðum tækifæri til að bjóða upp á þarfamiðað og öflugt fræðslustarf sem er sérsniðið að þeirra umhverfi og markmiðum. Akademias er í tvíþættum rekstri; annars vegar er það stjórnendaskólinn og hins vegar rafrænar fræðslulausnir. „Við segjum oft í kynningum og á fundum: „Láttu okkur sjá um fræðslumálin“ en Akademias á yfir 180 rafræn námskeið fyrir framlínufólk og stjórnendur sem við sníðum verkefni, próf, vinnustofur, kahoot-leiki og fleira

...