„Á sama tíma og tæknilæsi er mikilvægt skipta mannlegu þættirnir auknu máli, það sem einu sinni var kallað mjúku málin.“

Dr. Eyþór Jónsson, forseti Akademias og varafoseti European Academy of Management, er með víðtæka reynslu af stjórnun, nýsköpun og kennslu í háskólasamfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. Hann kenndi við MBA-nám Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn í hartnær 20 ár og hef verið leiðandi í góðum stjórnarháttum, uppbyggingu sprotaumhverfisins og stjórnendaþjálfun á Íslandi.

„Akademias var stofnað með það markmið að bregðast við aukinni þörf fyrirtækja fyrir markvissa fræðslu og símenntun. Útgangspunktur í öllu sem við gerum er: Menntun fyrir tækifæri framtíðarinnar. Við trúum því að tækifæri einstaklinga og fyrirtækja hafi aldrei verið fleiri en oft er einungis hægt að virkja tækifærin með aukinni menntun og þjálfun. Akademias er í raun orðið leiðandi í þróun og miðlun á fræðslu fyrir fyrirtæki og stjórnendur á Íslandi. Við vinnum með um hundrað fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum

...