Stjórnendur vilja hafa skýra sýn á reksturinn og þykir sjálfsagt að gögn um fjármál og sölu séu sett upp á skýran hátt. Við vildum skapa þessa þægilegu sýn á alla ferla sem tengjast fólki.
50skills-teymið hefur stækkað hratt. Nú eru yfir 20 einstaklingar að þróa og selja Hire- og Journeys-hugbúnaðinn á Íslandi og í Bretlandi.
50skills-teymið hefur stækkað hratt. Nú eru yfir 20 einstaklingar að þróa og selja Hire- og Journeys-hugbúnaðinn á Íslandi og í Bretlandi. — Morgunblaðið/Eggert

Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri 50skills segir að tími mannauðsfólks hafi aldrei verið dýrmætari en hann er nú. Hann mælir með Journeys-hugbúnaðinum í öll þau verkefni sem eru stöðluð og þarf að vinna reglulega. Það spari tíma og fyrirhöfn.

„Ef við þurfum að framkvæma sama verkefnið tíu sinnum eða oftar er gott að hafa í huga að setja það í ferli og sjálfvirknivæða. Margir kannast við ráðningarlausnina Hire sem kom á markað árið 2017. Journeys varð til í kjölfar þess þegar við fórum að fá beiðnir um að útfæra inngönguferil starfsfólks (e. onboarding), starfslokaferil og fleiri mannauðsferla,“ segir Kristján og útskýrir:

„Stjórnendur vilja hafa skýra sýn á reksturinn og þykir sjálfsagt að gögn um fjármál og sölu séu sett upp á skýran hátt. Við vildum skapa þessa þægilegu sýn á alla ferla sem tengjast fólki. Þá

...