Kristian Nökkvi Hlynsson
Kristian Nökkvi Hlynsson

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið leikmannahópinn sem leikur tvo mikilvæga leiki í I-riðli undankeppni EM 2025 síðar í mánuðinum.

Ísland leikur gegn Litáen á Víkingsvelli 10. október og 15. október gegn Danmörku á útivelli. Liðið á enn möguleika á að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Slóvakíu næsta sumar.

Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður hollenska stórliðsins Ajax, kemur inn í leikmannahópinn, rúmum tveimur árum eftir að hann spilaði síðast með U21 árs landsliðinu. Í millitíðinni hefur hann leikið tvo A-landsleiki.

Ísland vann Litáen á útivelli, 1:0, í fyrri leiknum og Danmörku á heimavelli, 4:2. Ísland er sem stendur í þriðja sæti I-riðilsins með níu stig eftir sex leiki.

...