Íbúðir á nýjasta reitnum á Hlíðarenda í Reykjavík eru komnar í sölu. Íbúðirnar munu koma á markað í áföngum en í þeim fyrsta eru til sölu 33 íbúðir í Valshlíð 3. Alls verða 195 íbúðir á reitnum sem hefur fengið nafnið Hlíðarhorn
Við Hlíðarenda Hér má sjá nýja reitinn, Hlíðarhorn, og íbúðareiti B-F í bakgrunni myndarinnar.
Við Hlíðarenda Hér má sjá nýja reitinn, Hlíðarhorn, og íbúðareiti B-F í bakgrunni myndarinnar. — Ljósmynd/Anton Brink

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Íbúðir á nýjasta reitnum á Hlíðarenda í Reykjavík eru komnar í sölu. Íbúðirnar munu koma á markað í áföngum en í þeim fyrsta eru til sölu 33 íbúðir í Valshlíð 3. Alls verða 195 íbúðir á reitnum sem hefur fengið nafnið Hlíðarhorn.

Valshlíð 3 snýr til suðvesturs. Það er fyrsti stigagangurinn af tíu sem kemur í sölu en hinir níu munu koma á markað næstu mánuði. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar í lok þessa árs.

Samkvæmt vefsíðu verkefnisins, hlidarhorn.is, kosta íbúðirnar frá 61,9 milljónum og upp í 163,9 milljónir. Minnstu íbúðirnar eru um 52 fermetrar og sú stærsta um 118 fermetrar.

Ríflega 100 bílastæði

Undir Hlíðarhorni er bílakjallari

...