Jón Halldórsson hæstaréttarlögmaður fæddist í Reykjavík 17. maí 1946. Hann lést í Reykjavík 21. september 2024.

Foreldrar hans voru hjónin Halldór Haukur Jónsson, arkitekt og athafnamaður í Reykjavík, f. 3. október 1912, d. 6. febrúar 1992, og Margrét Garðarsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 12. apríl 1917, d. 28. nóvember 2007.

Foreldrar Halldórs voru Jón Björnsson frá Bæ, kaupmaður í Borgarnesi, f. 11. júní 1878, d. 24. mars 1949, og kona hans Helga María Björnsdóttir, rjómabússtýra og húsfreyja, f. 1. apríl 1880, d. 16. ágúst 1972. Foreldrar Margrétar voru Garðar Gíslason, stórkaupmaður og ræðismaður í Reykjavík og New York, f. 14. júní 1876, d. 11. febrúar 1959, og fyrri kona hans Þóra Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1874, d. 9. október 1937.

Bræður Halldórs eru Garðar, arkitekt og

...