Við teljum mikilvægt að opna augu atvinnurekenda og þeirra sem standa að ráðningum fyrir þessum vannýtta mannauð. Það þarf ákveðna viðhorfsbreytingu, við lifum jú lengur, förum betur með okkur og eigum að vinna lengur.
Vinnumálastofnun hefur náð góðum árangri með langtímaatvinnulausa og lækkað hlutfall þeirra töluvert. Hér má sjá hluta af ráðgjafardeild Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu.
Vinnumálastofnun hefur náð góðum árangri með langtímaatvinnulausa og lækkað hlutfall þeirra töluvert. Hér má sjá hluta af ráðgjafardeild Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. — Ljósmynd/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Vinnumálastofnun rekur þjónustuskrifstofur um allt land þar sem boðið er upp á ráðgjafarþjónustu fyrir atvinnuleitendur. Hjá ráðgjafardeild Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu starfa 13 ráðgjafar auk deildarstjóra. Síðustu ár hefur verið lögð höfuðáhersla á vinnu með langtímaatvinnulausa eða þá sem hafa verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur. Hver ráðgjafi sinnir um hundrað manns hverju sinni, tekin eru greiningarviðtöl við hvern einstakling og í kjölfarið ákveðin næstu skref.

Hlutverk ráðgjafa er að styðja við og hvetja einstaklinginn í atvinnuleit og meta hvaða úrræði geta gagnast viðkomandi. Vinnumálastofnun býður upp á mikinn fjölda námskeiða svo sem starfsleitar- og hvatningarnámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið og tölvunámskeið, auk þess stendur fjölbreytt annað nám og úrræði atvinnuleitendum til boða með styrk frá Vinnumálastofnun. Það er mikilvægt að nýta vel þann tíma

...