En á tímamótum og ekki síst í sorg er jafnframt mikilvægt að horfa fram á veginn.
Örn Bárður Jónsson
Örn Bárður Jónsson

Örn Bárður Jónsson

Stundum fæ ég þessa spurningu við undirbúning útfarar: Verðum við að hafa sálma?

Hin síðari ár hefur það færst í vöxt að fólk vilji sjálft ákveða nánast allt innihald athafna. Prestur fær þó oftast að ráða ræðunni.

Sjálfur sendi ég ætíð ræðu mína til fólks fyrir fram og spyr um viðbrögð og leiðréttingar t.d. á atriðum sem varða fjölskyldu og ættir.

Guðfræðilegum texta um vonina í Kristi, sem þarf að heyrast í hverri einustu líkræðu, ræð ég hins vegar einn, en þau fá hann líka til yfirlestrar.

Dægurtónlist sækir á og allt sem vekur minningar. Að gefnu tilefni velti ég því fyrir mér á dögunum hvort hið ljúfa lag og texti Magnúsar Eiríkssonar „Einhvers staðar einhvern tímann

...