Sumarsöknuður“ er yfirskrift limru sem Rúnar Þorsteinsson kastar fram að gefnu tilefni: Ei verður aftur snúið, né undan staðreyndum flúið. Þó sól hafi svikið, sakna ég mikið, sumars sem bráðum er búið

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Sumarsöknuður“ er yfirskrift limru sem Rúnar Þorsteinsson kastar fram að gefnu tilefni:

Ei verður aftur snúið,

né undan staðreyndum flúið.

Þó sól hafi svikið,

sakna ég mikið,

sumars sem bráðum er búið.

Það hefur verið heiðskírt að undanförnu hjá Hólmfríði Bjartmarsdóttur á Sandi í Aðaldal, en nú dregur hann upp:

Þegar himinn heiður er

er hollt að liggja í grasi

og stara á fríðan stjarnaher

með sterka veig í glasi.

„Svo maður tali nú ekki um

...