Helga Haraldsdóttir, íþróttakennari og sunddrottning, lést síðastliðinn laugardag, 28. september, 87 ára að aldri.

Helga fæddist í Reykjavík 7. júlí 1937. Foreldrar hennar voru Haraldur Jensson, lögregluþjónn og bifreiðarstjóri Læknavaktar í Reykjavík, og Björg Jónsdóttir húsmóðir. Helga var elst sjö systkina, hin yngri voru Hólmfríður, Jón og Hörður, og Elísabet, Ragnheiður og Valgerður samfeðra.

Helga útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni, lauk framhaldsnámi við Íþróttaháskólann í Osló í Noregi og myndmenntakennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands. Hún sótti einnig fjölmörg námskeið í myndlist.

Helga starfaði mestalla sína starfsævi við sundkennslu barna í Langholtsskóla en einnig kenndi hún í Kópavogi og á sumrin á landsbyggðinni því ekki voru upphitaðar laugar víða

...