Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ómögulegt sé að ganga í gegnum tímabil með miklum hækkunum á fjármagnskostnaði en samhliða hægja á efnahagslífinu án þess að fólk missi vinnuna eða vanskil skapist
Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ómögulegt sé að ganga í gegnum tímabil með miklum hækkunum á fjármagnskostnaði en samhliða hægja á efnahagslífinu án þess að fólk missi vinnuna eða vanskil skapist. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að vaxtalækkunarferlið sé hafið.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti á fundi sínum í gær að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,25%, eða úr 9,25% í 9,0%. Flestir greiningaraðilar höfðu spáð

...