Markaskorari Willy Semedo, til vinstri, á að baki 23 A-landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar en hann skoraði fjögur mörk í fyrstu umferðum keppninnar.
Markaskorari Willy Semedo, til vinstri, á að baki 23 A-landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar en hann skoraði fjögur mörk í fyrstu umferðum keppninnar. — AFP/Franck Fife

Víkingur úr Reykjavík hefur leik í deildarkeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu í dag þegar liðið mætir Omonia frá Kýpur í Levkosía á Kýpur. Omonoia var í styrkleikaflokki þrjú þegar dregið var í deildarkeppnina í Mónakó í Frakklandi 30. ágúst en liðið hafnaði í þriðja sæti kýpversku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

Félagið er næstsigursælasta lið Kýpur frá upphafi og hefur 21 sinni orðið kýpverskur meistari, síðast 2021. Aðeins APOEL getur státað af fleiri meistaratitlum eða 29. Þá hefur Ominoa 16 sinnum orðið bikarmeistari en APOEL 21 sinni.

Omonia hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum UEFA á undanförnum árum og lék til að mynda í riðlakeppni Evrópudeildarinnar tímabilið 2020-21. Þar lék liðið í E-riðli ásamt PSV frá Hollandi, PAOK frá Grikklandi og Granada frá Spáni. Liðið lék einnig í

...